Fornminjum ógnað í óeirðunum

Gríma Tutankhamuns.
Gríma Tutankhamuns.

Egyptar mynduðu í dag mannlega keðju umhverfis Kaíró safnið til að vernda þær fjölmörgu ómetanlegu fornminjar sem þar eru geymdar. Í öngþveitinu miðju reyna borgarbúar nú að skipuleggja nágrannagæslu til að standa vörð um verðmæti.

Tugir manna umkringdu safnið í miðborg Kaíró, en innan veggja þess má meðal annars finna hina heimsfrægu dauðagrímu Tutankhamun. Skriðdrekum egypska hersins hefur einnig verið stillt upp við safnið. Mótmæla alda ríður nú yfir Egyptaland fimmta daginn í röð en krafa mótmælenda er að Hosni Múbarak forset landsins segi af sér og endir verði bundinn á áralanga spillingu og lögregluofbeldi sem viðgengist hefur undir hans stjórn.

Stjórnarandstöðuflokkurinn Bræðralag múslíma, sem hefur lýst yfir stuðningi við mótmælin, segist nú hafa skipað flokksmeðlimum að mynda teymi sem annast skuli hverfagæslu víðsvegar um borgina til að vernda bæði opinberar byggingar og verðmæti almennings. Gripdeildir hafa víða verið stundaðar í skjóli óeirðanna  og hafa borgarbúar gripið til ýmissa ráða til að verja eigur sínar. Í Al-Sabtia hverfinu söfnuðu íbúar t.a.m. liði með hnífa og önnur heimagerð vopn á lofti og hröktu burt þjófa sem létu greipar sópa í verslunarmiðstöð.

AFP hefur eftir starfsmanni 5 stjörnu lúxushótels í Kaíró að almennir borgarar hafi staðið vörð um hótelið í alla nótt og hrakið á brott glæpamenn sem hugðust nýta sér upplausnina.

Egyptar umkringdu Kaíró safnið í dag til að standa vörð ...
Egyptar umkringdu Kaíró safnið í dag til að standa vörð um fornminjarnar í mótmælaöldunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....