Handteknir fyrir að hýða stúlku til dauða

Lögregla segir að konum sé enn refsað á þennan hátt ...
Lögregla segir að konum sé enn refsað á þennan hátt á afskekktum svæðum í Bangladesh. Reuters

Fjórir voru handteknir í Bangladesh grunaðir um að hafa hýtt unga stúlku til dauða. Á meðal þeirra grunuðu er íslamskur klerkur. Verið var að refsa hinni 14 ára gömlu Mosammet Hena fyrir að hafa átt í ástarsambandi við giftan mann. Refsing hennar var 100 högg með bambusstaf. Stúlkan sagði manninn, sem er frændi hennar, hafa nauðgað sér.

Hena hné niður eftir 70 högg og var hún flutt á sjúkrahús þar sem hún lést stuttu síðar. Hún var hýdd á almannafæri í Shariatpur-héraði, 35 kílómetra frá höfuðborginni Dhaka. Lögregla segir refsingar á borð við þessa algengar á afskekktum svæðum í landinu. 40 ára gamall maður sem grunaður er um að hafa tekið þátt í að framfylgja refsingunni er á flótta undan lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...