Gaddafi hótar hefndum

Muammar Gaddafi.
Muammar Gaddafi. Reuters

Múammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu, hótaði í kvöld að ráðast á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk við Miðjarðarhaf í hefndarskyni fyrir loft- og eldflaugaárásir vesturveldanna á Líbíu í kvöld.

Gaddafi hringdi í ríkissjónvarp Líbíu í kvöld og sagði að Miðjarðarhafinu hefði verið breytt í orrustuvöll. Sagði hann að vopnageymslur hefðu verið opnaðar svo líbíska þjóðin gæti vopnast og varið land sitt.

Þúsundir manna hafa safnast saman við höllina í Tripoli þar sem Gaddafi hefst við. Segist fólkið vilja með því hindra að loftárásir verði gerðar á höllina.

Aisha Gaddafi, dóttir leiðtoga Líbíu, fagnar fólki við höll föður …
Aisha Gaddafi, dóttir leiðtoga Líbíu, fagnar fólki við höll föður síns í Tripoli í kvöld. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert