Elstu rit um kristni fundin?

Talið er að um 70 fornar bækur sem fundust í helli í Jórdaníu séu elstu kristnu rit sem hafa fundist í heiminum, en bækurnar eru sagðar vera um 2000 ára gamlar. Sérfræðingar telja að þeir geti breytt skilningi manna á því á upphafi kristinnar trúar.

Hver og ein þeirra er með á bilinu fimm til fimmtán síður úr blýi og eru þær bundnar með blýhringjum. Breska ríkisútvarpið segir að bedúíni hafi fundið bækurnar í afskekktum dal í norðurhluta Jórdaníu á milli 2005 og 2007.

Stjórnvöld í Jórdaníu segja að þær séu einstaklega fágætar og segi frá upphafi kristni. Þau segja að annar bedúíni hafi smyglað bókunum yfir til Ísraels. Hann neitar sök og segir að bækurnar hafi verið í eigu fjölskyldunnar í yfir heila öld.

Stjórnvöld í Jórdaníu hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá bækurnar aftur. 

Talið er að bækurnar geti breytt skilningi manna á því hvernig Jesús var krossfestur og hvernig hann reis upp frá dauðum.

Haft er eftir Ziad al-Saad, fornminjaverði í Jórdaníu, að hann telji að fylgjendur Jesúsar hafi skrifað bækurnar nokkrum áratugum eftir að hann var krossfestur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert