Ríkisstjórn Sýrlands segir af sér

Stuðningsmenn Bashar al-Assad forseta í Damaskus.
Stuðningsmenn Bashar al-Assad forseta í Damaskus. Reuters

Ríkisstjórn Sýrlands hefur sagt af sér. Fram kom í frétt í ríkissjónvarpi landsins að Bashar al-Assad, forseti hefði fallist á afsagnarbeiðnina.

Mikil mótmæli hafa verið í Sýrlandi síðustu daga og hafa tugir manna beðið bana. Mótmælendur krefjast umbóta og lýðræðis. Mótmælin minna um margt á mótmælin í Egyptalandi, en þegar þau hófust voru fyrstu viðbrögð Hosni Mubarak forseta að reka ríkisstjórn landsins.

Í frétt ríkissjónvarpsins segir að ný ríkisstjórn muni taka við völdum á næstu dagum. Assad forseti sagði í síðustu viku að hann væri að skoða hvort hægt væri að aflétta neyðarlögum í landinu sem hafa verið í gildi síðan 1963. Sambærileg lög voru í gildi í Egyptalandi allan valdatíma Mubaraks á forsetastóli. Lögin veita stjórnvöldum m.a. víðtækar heimildir til að handtaka fólk og leysa upp fundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...