ESB vill að framlög aukist um 4,9%

Reuters

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á að framlög aðildarþjóða þess verði aukin um 4,9%. Búist er við að þessar tillögur verði gagnrýndar en verðbólga í ESB er 3%.

Breska ríkisstjórnin hefur þegar lýst því yfir að þessar tillögur séu ekki ásættanlegar á sama tíma og Evrópusambandið sé að skora á aðildarþjóðirnar að skera niður ríkisútgjöld.

Á síðasta ári náðist samkomulag um að framlög til Evrópusambandsins vegna ársins 2011 myndu aukast um 2,91%. Nú hefur framkvæmdastjórn sambandsins óskað eftir að framlögin verði aukin um 4,9% eða um 132,7 milljarða evra.

Búist er við að þessar tillögur eigi eftir að ýta undir togstreitu á milli ríku og fátæku landanna í Evrópusambandinu.

mbl.is
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
TIL LEIGU
Lítið einbýlishús í Garðabæ til leigu frá 1. okt. til maíloka 2020. Tvö svefnher...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...