Carter til N-Kóreu

Jimmy Carter
Jimmy Carter AP

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vonast eftir að eiga fund með Kim Jong Il, leiðtoga N-Kóreu, í heimsókn sinni til landsins, en Carter er í forystu fyrir sendinefnd sem er á leið til landsins. Með honum eru Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, Gro Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands.

Carter hefur áður heimsótt N-Kóreu, en hann ætlar í ferðinni að ræða matarskort í landinu og um kjarnorkumál. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um hverja hann kemur til með að hitta í ferðinni, en Carter sagði við blaðamenn í Kína að hann vildi gjarnan ræða við Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un, sem útnefndur hefur verið eftirmaður föður síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina