Líki bin Laden sökkt í sæ

Dauði Osama bin Laden var aðalfréttin um allan heim í …
Dauði Osama bin Laden var aðalfréttin um allan heim í morgun. Þessi mynd var tekin í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Reuters

Bandarískur embættismaður segir, að þess hafi verið gætt að farið væri með lík hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Landes í samræmi við íslamskar hefðir. Þá hafi útför bin Ladens þegar farið fram á sjó og líki hans sökkt í sæ.  

Samkvæmt íslömskum hefðum eru lík greftruð ekki síðar en sólarhringi eftir andlát. Háttsettir bandarískir embættismenn sögðu, að erfitt hefði verið að finna ríki sem vildi taka við jarðneskum leifum Osama bin Ladens eftir að bandarískir sérsveitarmenn felldu hann í Pakistan í gærkvöldi. Þess vegna hafi Bandaríkjastjórn ákveðið að útförin skyldi fara fram á hafi úti.  

Embættismaðurinn vildi ekki upplýsa hvar útförin hefði farið fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert