Misnotkun á dönskum upptökuheimilum

Arne Roel Jørgensen, talsmaður þeirra sem dvöldu á drengjaheimilinu Godhavn …
Arne Roel Jørgensen, talsmaður þeirra sem dvöldu á drengjaheimilinu Godhavn í Tisvilde í Danmörku.

Ný skýrsla sýnir fram á mikla vanrækslu, ofbeldi og misnotkun á börnum á fjölda danskra upptökuheimila á árunum 1945 - 1976. Nokkrir þeirra, sem dvöldu á heimilunum, hafa nú farið fram á afsökunarbeiðni frá dönskum yfirvöldum.

Frá þessu segir á fréttavef danska ríkissjónvarpsins, dr.dk.

Arne Roel Jørgensen, sem dvaldi á drengjaheimilinu Godhavn í Tisvilde segir að hann vilji að yfirvöld taki ábyrgð á því sem þau hafa lokað augunum fyrir. „Það var komið fram við okkur eins og úrgang; við vorum beitt líkamlegu ofbeldi, okkur voru gefin lyf og við misnotuð kynferðislega.“

Hann er í forsvari fyrir samtökin Godhavnsdrenene, eða „Drengirnir á Godhavn hafa árum saman barist fyrir opinberri rannsókn á þessum málaflokki.

Jørgensen segir að opinber afsökun myndi skipta miklu máli.

Svipað mál hefur komið upp í Noregi og þar báðust yfirvöld opinberlega afsökunar, rétt eins og íslensk yfirvöld gerðu vegna Breiðavíkurmálsins og sambærilegra mála.mbl.is