Frumvarp gegn samkynhneigðum stoppað

Mótmæli gegn fordómum í garð samkynhneigðra í Úganda.
Mótmæli gegn fordómum í garð samkynhneigðra í Úganda. Amnesty International/Kaytee Riek

Frumvarp sem kvað á um lífstíðarfangelsi yfir samkynhneigðum hefur verið tekið af dagskrá þingsins í Úganda eftir að það vakti hneykslan um allan heim. Ekki er vitað hvort hætt hafi verið við frumvarpið eða það sett á ís í bili.

Frumvarpið var fyrst lagt fram árið 2009 og var rætt af þingnefnd á föstudag. Átti að taka það fyrir í dag en áður en til þess kom var það fjarlægt af dagskrá þingsins. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu á vefsíðu sinni.

Núverandi þing verður leyst upp innan skamms og virðist frumvarpið því hafa verið drepið endanlega en baráttufólk fyrir mannréttindum hrósar þó ekki sigri enn. Segja þeir enn hugsanlegt að málið verði tekið upp að nýju á næsta þingi.

Þingmaðurinn John Alimadi, segir að hugsanlegt sé að frumvarpið hafi verið svæft vegna þeirra hörðu viðbragða sem það vakti á heimsvísu. Segir baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra að andúð á samkynhneigðum hafi aukist í Úganda eftir að frumvarpið var lagt fram. Sæti þeir áreiti vegna umfjöllunar fjölmiðla og vegna þess að leiðtogar kirkjunnar hafa talað fyrir því í prédikunarstólum að þingið samþykki frumvarpið.

Samkvæmt frumvarpinu getur hver sá sem er dæmdur fyrir samkynhneigt athæfi átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Ekki nóg með það heldur getur hver sá sem aðstoðar, hylmir yfir, ráðleggur eða sér til þess að einhver annar taki þátt í samkynhneigðum athöfnum verið dæmdur í sjö ára fangelsi. Þá geta leigusalar átt sama dóm yfir höfði sér fyrir að leigja samkynhneigðum herbergi eða íbúðir.

mbl.is
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...