Jarðskjálfti á Spáni

Jarðskjálfti, sem mældist 5,1 stig, varð á suðurhluta Spánar nálægt bænum Lorca nú síðdegis. Að sögn  embættismanna varð tjón á byggingum í skjálftanum. 

Á sjónvarpsmyndum sáust rústir gamalla bygginga, þar á meðal klukkuturns, í bænum.

Skjálftinn varð klukkan 16:47 að íslenskum tíma en skömmu áður hafði annar skjálfti, 4,4 stig, orðið á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert