Hluta af loftrými Grænlands lokað

Gosmistur yfir Álftaveri í dag.
Gosmistur yfir Álftaveri í dag. mbl.is/Gísli Baldur

Dönsk flugmálayfirvöld ákváðu í kvöld að loka hluta af grænlenska loftrýminu vegna ösku frá Grímsvötnum. Gildir lokunin þar til í fyrramálið.

Grænlandsflug varð að aflýsa áætlunarferð frá Kaupmannahöfn til Kangerlussuaq og aftur til baka á morgun. Alls áttu 245 farþegar bókað flug frá Danmörkuog 166 frá Grænlandi.

Þá hefur Grænlandsflug ákveðið að stöðva frekari farmiðasölu í áætlunarflug yfir Atlantshaf til 27. maí.   

mbl.is
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...