Myrtu ungling fyrir framan sjónvarpsmyndavélar

Morð hersveita hliðhollum pakistanska hernum á unglingi í almenningsgarði í Karachi hefur vakið mikla reiði í landinu en það náðist á myndband. Sjást vopnaðir mennirnir skjóta unglinginn til bana á stuttu færi. Hafa stjórnvöld hrint af stað rannsókn á morðinu.

Því hafði verið haldið fram að drengurinn hafi reynt að ræna fólk í garðinum en fjölskylda hans harðneitar því. 

Viðkvæmt fólk er varað við myndbandinu sem fylgir fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina