Kallaði Gro Harlem „landsmorðingja"

Anders Behring Breivik.
Anders Behring Breivik. Reuters

Anders Behring Breivik, sem er talinn hafa myrt yfir níutíu manns í Noregi í gær, sagði m.a. í færslu á samskiptavef á netinu í fyrra, að Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, væri  „landsmorðingi".

Gro Harlem, sem nýtur mikillar virðingar í Noregi og er oft nefnd  „landsmóðirin". Í færslu á vefnum dokument.no skrifaði Breivik m.a. að því væri haldið fram að þeir Norðmenn, sem ekki tækju undir skilgreiningar landsmo(r)deren Gro Harlem Brundtland væru kynþáttahatarar.

Fram kemur á vef VG, að margar færslur Breiviks á samskiptavefjum mætti flokka undir kynþáttahatur og þjóðernisöfga.   

mbl.is