Ný tækni til að fylgjast með fólki

Engin leið er fyrir fólk að komast hjá því að …
Engin leið er fyrir fólk að komast hjá því að fylgst sé með því á netinu. mbl.is

Stóru vefsíðufyrirtækin MSN.com og Hulu.com nota nýja tækni til að fylgjast með fólki á netinu. Það er nánast ómögulegt fyrir netnotendur að vita að fylgst sé með þeim.

Þessi nýja tækni er lögleg en er margslungnari og margþættari en tæknin sem liggur bak við hinar hefðbundnu skrár, „cookies“, sem vefsíður koma fyrir á tölvum notenda til að rekja virkni þeirra á netinu. 

Hulu.com og MSN.com eru að koma fyrir svokölluðum ofurskrám, „supercookies“, í tölvum notenda sem geta endurskapað netsögu fólks eftir að það hefur eytt hinum venjulegu skrám, „cookies“, samkvæmt upplýsingum frá rannsakendum Stanford-háskóla og Kaliforníu-háskóla í Berkeley. 

Sjá alla frétt á vef Wall Street Journal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert