Eingöngu á milli karls og konu

Benedikt páfi XVI.
Benedikt páfi XVI. Reuters

Í ræðu sinni á Cuatro Vientos flugvellinum í Madríd í morgun sagði Benedikt páfi XVI, að hjónaband gæti einungis verið á milli karls og konu og það mætti ekki leysa upp.

Páfi þurfti að stytta ræðu sína, því að mikið rok og rigning var á svæðinu, tjald fauk um koll og kollhúfa páfa fauk út í veður og vind.

Talið er að um ein og hálf milljón hafi komið til að hlýða á orð páfa, margt af því var ungt fólk. „Guð hvetur fólk til hjónabands, þar sem maður og kona verða eitt og finna þar lífsfyllingu,“ sagði páfi.

Kaþólska kirkjan hefur fordæmt þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á Spáni undanfarin ár í valdatíð sósíalistaflokksins. Meðal þeirra breytinga sem kirkjunni hugnast lítt eru rýmri reglur um fóstureyðingar, hjónabönd samkynhneigðra og auðveldara skilnaðarferli.

Viðhorf páfa hafa vakið reiði samkynhneigðra Spánverja, en nokkur fjöldi þeirra hafði skipulagt að kyssast fyrir framan páfann í gær, en lögregla kom að mestu í veg fyrir það.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Bækur
Til sölu fullt af alls kyns bókum, upplýsingar í síma 8920213...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...