Nöfnin lesin upp á Ground Zero

Mikill fjöldi fólks hefur flykkst að Ground Zero-svæðinu í New York, þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður, en þar er voru nöfn allra fórnarlamba hryðjuverkanna hinn 11.9. 2001 lesin upp af ættingjum þeirra og vinum.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, las sálm og George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, las upp úr bréfi frá Abraham Lincoln, sem hann skrifaði til móður sem missti syni sína í þrælastríðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert