Heimurinn á barmi nýrrar kreppu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í ræðu sem hann flutti í Ottowa, höfuðborg Kanada, í gær að heimurinn væri á barmi nýrrar efnahagskreppu. Misheppnaðar tilraunir forystumanna Bandaríkjanna og evrusvæðisins til þess að ná tökum á fjárlagahalla ógnaði stöðugleikanum í efnahagslífi heimsins.

Cameron sagði að vestrænir leiðtogar yrðu að veita betri forystu við það að taka á efnahagsvandanum og að ákvarðanafælni og óákveðni gerði stöðuna aðeins verri. Hann sagði að evrópskir leiðtogar yrðu að bregðast hratt við og endurreisa traust markaðanna á evrunni og evruríkjum í erfiðleikum eins og Grikklandi.

Lagði hann þunga áherslu á að komið yrði í veg fyrir að efnahagskrísan á evrusvæðinu yrði að krísu á heimsvísu.

mbl.is