Vill sjá aðgerðir frá Evrópu

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner vill sjá lausnir frá Evrópuleiðtogum.
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner vill sjá lausnir frá Evrópuleiðtogum. JONATHAN ERNST

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geitner hefur kallað eftir því að leiðtogar Evrópuríkjanna sendi frá sér ákveðin merki um þeir hafi markað sér stefnu um hvernig þeir hyggist taka á skuldavandanum. Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna funda nú í Washington í Bandaríkjunum um efnahagsmál heimsins.

Haft var eftir Christine Lagarde, framkvæmdstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fimmtudag, að að samræmdra aðgerða væri þörf til að draga úr efnahagslegri óvissu. Þá hefur George Osborne varað leiðtoga Evrópu við því að þeir hafi aðeins sex vikur til að binda endi á skuldavandann.

Geithner hefur ítrekað að traust fari minnkandi og hraði væri nauðsynlegur, því lengra sem er beðið því erfiðara verði að leysa vandann.  Hann sagðist fullviss um að Evrópa gripi til nauðsynlegra aðgerða.

Sjá BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

BOLIR -1800
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR - 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - ...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...