Húsmóðir handtekin eftir 40 ár

Olíulind í Texas.
Olíulind í Texas. AP

Mary Ann Rivera, 76 ára frá Houston í Texas í Bandaríkjunum, var færð fyrir rétt í Houston í gær en hún er grunuð um að hafa myrt mann sinn árið 1970. Rivera mætti fyrir réttinn í appelsínugulum fangabúningi og með súrefniskút í eftirdragi.

Saksóknari sagði Rivera hafa kastað sjóðandi feiti yfir mann sitt eftir rifrildi. Hann lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum.

Rivera sem var þá handtekin ákvað að bíða ekki dóms heldur greiddi strax 10.000 dala tryggingu til að losna og stakk síðan af með þrjú börn sín. Hún fannst í vikunni í litlum bæ í Georgíu ríki eftir að hafa verið í felum fyrir réttvísinni í 40 ár en að sögn yfirvalda hafði hún starfað þar við þjónustustörf.

Í viðtali við WCTV segist eitt barnabarna hennar ekki vera reitt út í hana. Þau skilji hvað hún gerði og hún hafi sagt þeim sína hlið á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert