Sýrlensk stjórnvöld sökuð um glæpi gegn mannkyni

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Reuters

Mannréttindavaktin sakar sýrlensk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu. Að minnsta kosti 23 létust í ofbeldisverkum í Sýrlandi í dag.

Þá hefur Arababandalagið haldið undirbúningsfund í Kaíró í Egyptalandi. En á morgun munu utanríkisráðherra arabaríkjanna ræða málefni Sýrlands sem hefur ekki farið eftir tillögum bandalagsins um leiðir til að ljúka átökunum.

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa þrýst á Arababandalagið að vísa Sýrlandi úr bandalaginu. Sameinuðu þjóðirnar segja að yfir 3.500 hafi látist í landinu frá því mótmælin gegn Bashar al-Assad, forseta landsins, hófust í mars.

Talsmaður Mannréttindavaktarinnar í Sýrlandi segir að 15 hafi látist í Homs í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert