Sýrlensk stjórnvöld sökuð um glæpi gegn mannkyni

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Reuters

Mannréttindavaktin sakar sýrlensk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu. Að minnsta kosti 23 létust í ofbeldisverkum í Sýrlandi í dag.

Þá hefur Arababandalagið haldið undirbúningsfund í Kaíró í Egyptalandi. En á morgun munu utanríkisráðherra arabaríkjanna ræða málefni Sýrlands sem hefur ekki farið eftir tillögum bandalagsins um leiðir til að ljúka átökunum.

Stjórnarandstæðingar í Sýrlandi hafa þrýst á Arababandalagið að vísa Sýrlandi úr bandalaginu. Sameinuðu þjóðirnar segja að yfir 3.500 hafi látist í landinu frá því mótmælin gegn Bashar al-Assad, forseta landsins, hófust í mars.

Talsmaður Mannréttindavaktarinnar í Sýrlandi segir að 15 hafi látist í Homs í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...