Uppgjafahermenn fái stuðning og vinnu

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók þátt í athöfn í Washington í dag til að minnast vopnahlésdagsins. Forsetinn lagði blómsveig við gröf óþekktu hermannanna. Obama flutti ávarp þar sem hann ræddi meðal annars um brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak.

„Innan fárra vikna mun Íraksstríðinu, sem hefur staðið yfir í langan tíma, loksins ljúka. Þá eru umskiptin í Afganistan í farvegi. Kæru Bandaríkjamenn, hermennirnir okkar eru á leiðinni heim,“ sagði Obama.

Þá hrósaði hann fólki sem hann segir að séu af 11. september (9/11) kynslóðinni. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að styðja við bakið á uppgjafahermönnum með því að útvega þeim vinnu. Þeir búi bæði yfir hæfileikum og styrk til að leiða þjóðina fram á við.

„Hagkerfið okkar þarf á hæfileikum þeirra og sérhæfingu á að halda. Ég hvet því stjórnendur fyrirtækja til að ráða 100.000 uppgjafahermenn, sem þjónuðu eftir 11. september,“ sagði forsetinn og bætti við að margir stjórnendur hefðu tjáð sér að þeir myndu mæta þeirri áskorun. 

Atvinnuleysi á meðal uppgjafahermanna mælist 12,1%. Það er hærra heldur en atvinnuleysi á landsvísu er í Bandaríkjunum, en það mælist 9%.

Rúmlega 1.800 Bandaríkjamenn hafa látist við skyldustörf í Afganistan og um 4.500 Bandaríkjamenn í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...