SAS-vél lenti á fugli

Flugvél frá norræna flugfélaginu SAS, sem hélt frá Þrándheimi í Noregi í morgun áleiðis til Tenerife, flaug á fugl skömmu eftir flugtak.

Fram kemur á vef Aftenposten, að þegar þetta gerist eigi að lenda flugvélum strax og kanna skemmdir. En vegna þess hve mikið eldsneyti var í tönkum vélarinnar gat hún ekki lent í Þrándheimi aftur. Þess í stað flaug vélin nokkra hringi milli Þrándheims og Varnæs með nefhjólið niðri en lenti síðan á Gardemoenflugvelli um einum og hálfum tíma eftir flugtakið.

mbl.is

Bloggað um fréttina