Ísland 13. minnst spillta ríkið

Fram kemur í skýrslu Transparency International að Ísland sé 13. ...
Fram kemur í skýrslu Transparency International að Ísland sé 13. minnst spillta ríki heims. Eggert Jóhannesson

Ísland er í 13. sæti yfir þau lönd þar sem spilling er minnst.  Spilling er minnst á Nýja-Sjálandi af öllum ríkjum heims en mest er hún í Sómalíu og Norður-Kóreu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Transparency International stofnunarinnar.

Ísland fær 8,3 stig og er það Norðurlandanna sem er neðst á listanum.

Bandaríkin eru í 24. sæti og Kanada í því tíunda. Danmörk og Finnland deila öðru sæti listans, Svíþjóð er í fjórða sæti, Singapúr er í fimmta sæti og þar á eftir kemur Noregur.

Þýskaland kemur á eftir Íslandi á listanum og Bretland er í 16. sæti. Rússar verma 143. sætið.

Notaður er kvarði á bilinu 0-10, þar sem há tala felur í sér litla spillingu, en lág tala mikla.

Listi Transparency yfir spillingu í ríkjum heims

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...