Ísland 13. minnst spillta ríkið

Fram kemur í skýrslu Transparency International að Ísland sé 13. ...
Fram kemur í skýrslu Transparency International að Ísland sé 13. minnst spillta ríki heims. Eggert Jóhannesson

Ísland er í 13. sæti yfir þau lönd þar sem spilling er minnst.  Spilling er minnst á Nýja-Sjálandi af öllum ríkjum heims en mest er hún í Sómalíu og Norður-Kóreu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Transparency International stofnunarinnar.

Ísland fær 8,3 stig og er það Norðurlandanna sem er neðst á listanum.

Bandaríkin eru í 24. sæti og Kanada í því tíunda. Danmörk og Finnland deila öðru sæti listans, Svíþjóð er í fjórða sæti, Singapúr er í fimmta sæti og þar á eftir kemur Noregur.

Þýskaland kemur á eftir Íslandi á listanum og Bretland er í 16. sæti. Rússar verma 143. sætið.

Notaður er kvarði á bilinu 0-10, þar sem há tala felur í sér litla spillingu, en lág tala mikla.

Listi Transparency yfir spillingu í ríkjum heims

mbl.is

Bloggað um fréttina