Allra augu á Brussel

Framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, er meðal þeirra sem eru í ...
Framkvæmdastjóri AGS, Christine Lagarde, er meðal þeirra sem eru í Brussel Reuters

Augu heimsins beinast nú til Brussel í Belgíu þar sem leiðtogar ríkja Evrópusambandsins koma saman í kvöld og á morgun til að ræða vanda evrusvæðisins og hvort því verði bjargað. Fjölmargir hafa tjáð sig um málið, meðal annars þjóðar- og trúarleiðtogar.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mikilvægt að evran endurheimti trúverðugleika og að sáttmálum ESB verði breytt á þann veg að þeir auki líkur á stöðugleika sambandsins. Segist hún telja að þau ríki sem standi utan evrusamstarfsins og þeir sem ekki vilja að sáttmálum sambandsins verði breytt megi ekki gleyma þeim hagsmunum sem eru í húfi, að stöðugleiki náist innan sambandsins. 

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir að aldrei hafi jafnmikil hætta steðjað að Evrópu og nú. Aldrei áður hafi hættan verið meiri á því að Evrópa sundrist. Bregðast verði skjótt við og því lengur sem beðið er með að taka ákvörðun því kostnaðarsamari verði hún og því minni áhrif hafi hún. „Ef við náum ekki samkomulagi á föstudag eigum við ekki annan möguleika.“

Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands, segir að herða verði reglur en breyting á Lissabon-sáttmálanum sé ekki eina leiðin til þess. En vonandi náist góð lausn. Ef nauðsynlegt sé að breyta sáttmálanum muni Finnar styðja það en við skulum sjá til. „Þetta verður mjög erfiður fundur. Ég veit ekki hve langan tíma hann tekur.“

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist muna gera sitt besta Bretlandi til hagsbóta og hann segist vonast til þess að góður samningur náist fyrir Bretland. Hann komi til með að verja hagsmuni Bretlands eftir bestu getu á fundinum.

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Svíar styðji ekki breytingar á sáttmálanum en að sjálfsögðu sé hann reiðubúinn til að ræða breytingar. Það sé hins vegar ekki tími til að gera breytingar á sáttmálanum, slíkt sé allt of tímafrekt. Finna þurfi skjóta lausn á vandanum. 

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægt að ESB-þjóðirnar 27 standi saman. Það hafi skilað árangri í fyrri kreppum sem steðjað hafi að álfunni og Danir vænti þess að svipað sé upp á teningnum nú. Danir séu opnir fyrir því að breytingar verði gerðar á sáttmálanum ef það er nauðsynlegur hluti af lausninni. 

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segist telja að leiðtogar ESB-ríkjanna geri sér grein fyrir mikilvægi þess að gera verulegar breytingar. Það sé hins vegar spurning um hvort stjórnmálamennirnir geti komið sér saman um svo miklar breytingar. „Evrópa er nægjanlega rík og það er engin ástæða til annars en að ætla að hún geti leyst vandann. Þetta er Evrópa með mörg af ríkustu löndum heims. Sameinuð sem einn af stærstu mörkuðum heims, ef ekki sá stærsti.“

Dmitrí Medvedev, forseti Rússlands, segir að áhrifin af vanda evruríkjanna nái langt út fyrir samstarfið. Þetta hafi áhrif á allan heiminn og þar af leiðandi á Rússland líka.

Benedikt XVI páfi bað til Maríu meyjar í dag um stuðning til allra  sem eiga í erfiðleikum. Þar á meðal Ítalíu, fyrir Evrópu og aðra hluta heimsins. „Megi María hjálpa okkur að sjá ljósið í gegnum skugga þokunnar sem hylur raunveruleikann.“

mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...