Flóttamenn ná landi á Ítalíu

Flóttamenn við Ítalíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Flóttamenn við Ítalíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Bátur með 55 flóttamenn frá Asíu innanborðs lenti á Adríahafsströndinni í Apulia í suðurhluta Ítalíu í morgun. Flestir þeirra eru konur og börn, þar á meðal tvö nýfædd börn. Margir flóttamannanna eru sagðir vera Afganar. Smyglarar sem stjórnuðu bátnum létu sig hverfa eftir að þeir náðu landi.

Alls voru 36 börn um borð, fjórar konur og tvö ungbörn og virðast þau vera við ágæta heilsu. Var farið með þau til hafnarborgarinnar Otranto þar sem embættismenn reyna að auðkenna fólkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert