Styðja afstöðu Camerons

Cameron á leiðtogafundinum í Brussel.
Cameron á leiðtogafundinum í Brussel. Reuters

Meirihluti Breta telur að David Cameron forsætisráðherra þeirra hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann neitaði að samþykkja nýjan Evrópusambandssáttmála til að leysa evrukreppuna á leiðtogafundi í Brussel á dögunum. Niðurstöður skoðanakönnunar sem birt var í dag sýna þetta.

Könnunin var gerð fyrir dagblaðið Mail on Sunday. Hún sýnir að 62% Breta styðja ákvörðun Camerons en einungis 19% telja að hann hafi tekið ranga ákvörðun.

Þá kom í ljós að 66% svarenda vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tengsl Bretlands við Evrópusambandið, en margir í Íhaldsflokki Camerons hafa krafist slíkrar atkvæðagreiðslu. Sama hlutfall svarenda taldi að stjórnvöld í Bretlandi ættu að semja upp á nýtt um tengsl sín við yfirstjórn ESB í Brussel.

Færri vildu að Bretland gengi úr Evrópusambandinu (ESB), þótt 48% lýstu sig samþykk því en 33% svarenda vilja vera áfram í ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...