Hræódýrt áfengi hættulegt

Breska poppstjarnan Amy Winehouse var fyrirmynd margra ungmenna. Óhófleg áfengis- …
Breska poppstjarnan Amy Winehouse var fyrirmynd margra ungmenna. Óhófleg áfengis- og eiturlyfjaneysla kom við sögu í dauða hennar. Reuters

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hyggst láta kanna áhrif mikils framboðs ódýrs áfengis á heilsufar Breta. Tilefnið er sú aðvörun lækna að áfengi sem sé selt á gjafvirði ýti undir neyslu og hafi afar skaðleg heilsufarsáhrif.

Það er breska dagblaðið Daily Telegraph sem segir frá málinu en það birti í vikunni bréf sem 19 þekktir læknar og fræðimenn skrifuðu undir.

Var þar varað við afleiðingum þess að hafa á boðstólum áfengi á gjafvirði og er í umfjöllun blaðsins bent á tengsl þessa framboðs við skrílslæti á torgum bæja og borga. Nefna höfundar bréfsins til dæmis að áfengi hafi í fyrra verið hlutfallslega 44% ódýrara í Bretlandi en árið 1980. 

En Skotar eru sagðir hafa brugðist við sambærilegu vandamáli með því að innleiða lágmarksgjald á áfangi, án þess að umrætt lágmark sé útskýrt frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert