Kafarar gera síðustu leitina

Lokaleit er nú gerð að eftirlifendum í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Concordia. Kafarar vinna við skipið í dag í von um að loftrými hafi myndast í því neðansjávar þar sem fólk geti haldið lífi. Yfirvöld óttast að olíuleki úr skipinu gæti valdið alvarlegasta umhverfisslysi landsins í 20 ár.

Talsmaður strandgæslunnar segir að kraftaverk þurfi til að fólk finnist á lífi, en leit heldur áfram. 11 eru látnir og 21 saknað eftir að skipið valt á hliðina í kjölfar strandsins fyrir rúmri viku. Ítalski sjóherinn hefur sprengt göt á hliðar skipsins svo unnt sé að leita í þeim hlutum þess sem eru undir yfirborði sjávar, þar sem talið er hugsanlegt að fólk hafi safnast saman í öngþveitinu sem myndaðist eftir að fyrirskipað var að allir ættu að fara frá borði.

„Við þurfum á kraftaverki að halda. Jafnvel þótt loftbólur hafi myndast vegna þess að skipið hallaðist er afar ólíklegt í þessum aðstæðum, miðað við hvað sjórinn er kaldur, að við finnum einhvern á lífi,“ hefur AFP eftir talsmanni ítölsku strandgæslunnar, Cosimo Nicastro. „En við munum halda áfram að leita þar til öll von er úti.“

Móðir fimm ára stúlku sem er saknað, Dayana Arlotti, ætlaði að leggja blóm við flakið í gær en sagðist svo ekki geta hugsað sér það á meðan enn væri örlítil von um að dóttir hennar lifði. Ættingjar farþeganna sem er saknað sigldu að flakinu í gær og dreifðu gulum og hvítum blómum í hafið.

Og það eru ekki aðeins mannslíf að veði. Ítölsk yfirvöld óttast að 2,5 þúsund tonn af olíu sem eru um borð leki í hafið og valdi alvarlegasta umhverfisslysi landsins í tvo áratugi. Björgunarsveitir hafa í dag dregið einangrandi net umhverfis skipið til að reyna að draga úr tjóninu. Skipið er hins vegar óstöðugt og gæti sokkið dýpra með þeim afleiðingum að olían taki að streyma út. Ekki er hægt að fyrirbyggja olíulekann að fullu fyrr en leit að þeim sem er saknað hefur verið hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...