Innflytjendur beri sérstök skírteini

Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs.
Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs.

Norsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau vilji að innflytjendum til Noregs frá ríkjum utan Evrópu verði gert að bera á sér sérstök búsetuskírteini sem í verði tölvukubbur með fingrafari þeirra. Tillaga þessa efnis var sett fram af norska dómsmálaráðuneytinu í gær föstudag en tilgangurinn er að stemma stigu við fjölda ólöglegra innflytjenda í Noregi.

„Fyrirkomulagið með búsetuskírteinunum mun gera skráningu búsetuleyfa áreiðanlegri og þannig leggja sitt af mörkum við að stemma stigu við veru ólöglegra innflytjenda í landinu,“ sagði Grete Faremo dómsmálaráðherra í yfirlýsingu.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.no að til þessara aðgerða sé gripið vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. Að sögn Faremo munu búsetuskírteinin koma sér vel fyrir þá innflytjendur sem séu með löglegum hætti í Noregi þar sem þeir geti með skírteinunum sýnt til að mynda mögulegum vinnuveitendum fram á að þeir séu í landinu löglega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert