65 látnir á Madagaskar

Mynd úr safni
Mynd úr safni Reuters

Óttast er að 65 manns séu látnir á Madagaskar í Indlandshafi eftir að fellibylurinn Írína gekk þar yfir í síðustu viku. Flestir hinna látnu voru íbúar suðausturhluta eyjunnar.

Vindhraðinn mældist allt að 54m/sekúndu og rifnuðu tré upp með rótum í veðurofsanum. Um helgina var tilkynnt um að fellibylurinn hafi náð til suðurhluta Afríku með tilheyrandi rigningu og vindhviðum.

Engar fregnir hafa borist um mannfall eða tjón af völdum fellibylsins í Afríku.

mbl.is
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Vetur í Tungunum, Eyjasól ehf.
Nú er að skella sér í sumarbústað um helgina og eða næstu... Rúm fyrir 5-6. Tak...