Fjöldi aftaka jókst í fyrra

Fjöldi aftaka víðsvegar um heiminn jókst umtalsvert á síðasta ári, borið saman við árið á undan. Má það rekja til þess að færst hefur í aukana að menn séu dæmdir til dauða í Miðausturlöndum.

Á heimsvísu hefur þeim löndum fækkað sem leyfa dauðarefsinguna en í löndunum þar sem hún er enn leyfð er gripið til hennar í auknum mæli. Amnesty International segist hafa miklar áhyggjur af þessari þróun.

Þegar mannréttindasamtökin hófu að skrá niður aftökur í heiminum fyrir 35 árum voru dauðarefsingar leyfðar í 140 löndum af 198. Í fyrra voru þær heimilaðar í 20 árum.

Flestar aftökurnar fóru fram í Kína, Íran, Sádí Arabíu, Írak og Bandaríkjunum og var algengast að hálshöggva menn, hengja þá, skjóta eða notast við banvænar sprautur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert