Stórt njósnamál í Danmörku

Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.
Frá Strikinu í Kaupmannahöfn. mbl.is/GSH

Þekktur Dani er að öllum líkindum lykilmaður í alvarlegustu njósnum gegn danska ríkinu á síðari tímum, að sögn fréttavefjar Berlingske. Nafn hans kemur fram í leyniskjölum sem voru óþekkt þar til þau fundust nýlega.

Thomas Wegener Friis, lektor við Syddansk Universitet, sem mikið hefur rannsakað tíma kaldastríðsins fann skjölin. Þar er maðurinn sem um ræðir víða bendlaður við aðgerðir austur-þýska öryggismálaráðuneytisins, Stasi, sem meðal annars stóð fyrir umfangsmikilli njósnastarfsemi í Danmörku í kalda stríðinu.

Wegener Friis segir þessar upplýsingar hafa valdið sér áfalli. Hann segir þetta njósnamál vera af allt annarri stærðargráðu en fyrri mál minniháttar njósnara. Aðgerðir þessa manns hafi sannarlega skaðað danskt samfélag.

„Það leikur enginn vafi á því að þetta er versta njósnamálið í Danmörku,“sagði Thomas Wegener Friis. Hann upplýsti það í samtali við BT að maðurinn sem um ræðir sé enn á lífi og hann sé opinberlega þekktur.

Sérstök mappa Stasi um danska njósnarann var eyðilögð við fall múrsins, eins og gögn um fleiri mikilvægustu njósnara stofnunarinnar sem reynt var að leyna. Hins vegar leyndust gögn um hann annars staðar í skjölum Stasi og þau fann danski fræðimaðurinn.

Nafn danska njósnarans kom m.a. fram í gögnum, svonefndu Rosenholz-safni, sem bandaríska njósnastofnunin CIA komst yfir í byrjun 10. áratugar síðustu aldar. Bandaríkjamenn hafa afhent bandamönnum sínum upplýsingar úr safninu.

Svíar hafa t.d. fengið upplýsingar um 500-900 nöfn mögulegra njósnara og landráðamanna en Danir einungis um 20 nöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...