Páfinn 85 ára

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Reuters

Benedikt XVI páfi söng í dag ættjarðarsöng Bæjaralands, fæðingarstaðar síns, í Þýskalandi til að fagna 85 ára afmæli sínu. Hann er elsti páfinn síðan Leó XIII dó 93 ára gamall árið 1903.

Páfinn hóf afmælisdag sinn með messu í Vatíkaninu með 88 ára bróður sínum, Georg Ratzinger, sem sjálfur er biskup.

„Ég sé nú fram á lokaáfanga lífs míns og ég veit ekki hvað er framundan,“ sagði Benedikt í predikun sinni.

Í kjölfarið fylgdist páfi með dansi barna í þjóðbúningum Bæjaralands.

Páfinn fékk jafnframt nokkrar afmælisgjafir, þar á meðal róðukross og þjóðlega páskakörfu frá Bæjaralandi.

Páfinn, sem að undanförnu hefur virst þreyttur og styðst öðru hverju við staf, sagði við pílagríma í gær: „Ég bið ykkur um að biðja fyrir mér, að Drottinn veiti mér styrk til að uppfylla það verkefni sem hann hefur falið mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert