Spilaði tölvuleik í heilt ár

Úr réttarsal í héraðsdóminum í Ósló í morgun.
Úr réttarsal í héraðsdóminum í Ósló í morgun. AFP

Svein Holden ríkissakóknari rekur nú æviferil norska fjölamorðingjans Anders Behring Breiviks við réttarhöldin yfir honum sem nú standa yfir. Hann segir tímabilið frá árinu 1995 fram á sumarið 2006 vera afar mikilvægt, því þar hafi mikilvægir atburðir átt sér stað, sem hafi haft afgerandi áhrif á líf Breiviks.

Til dæmis varði hann heilu ári í tölvuleikjaspil.

Í upphafi þessa tímabils bjó hann hjá móður sinni, stundaði menntaskólanám en hætti því í lok árs 1997. Þá fékk hann starf við símasölu og þjónustu og starfaði við það næstu sex árin.

Breivik komst í kynni við alþjóðlega riddarareglu og gerðist meðlimur í henni í London árið 2003. „Sjálfur hefur hann sagt að það hafi haft afgerandi áhrif á það hvernig hann hefur hagað lífi sínu síðan þá,“ sagði Holden og sagði að meginmarkmið samtakanna væri að útrýma múslímum úr Evrópu.

Hann rakti einnig stjórnmálaþátttöku Breiviks, en árið 1997 gekk hann í ungliðahreyfingu Fremskridspartiet.

2006 gekk hann í frímúrararegluna, en mun ekki hafa tekið mikinn þátt í störfum hennar.

Undanfarin fimm ár var Breivik ekki á vinnumarkaði, hann þáði engar opinberar bætur vegna þess og virðist hafa lifað á sparnaði. Mestum tíma sínum varði hann í að spila tölvuleikinn World of Warcraft. Sjálfur sagði Breivik ákæruvaldinu að hann hefði spilað leikinn allan daginn frá sumrinu 2006 til sumarsins 2007.

„Spilið gengur út á að leysa þrautir gegn verðlaunum. Til dæmis eru manndráp algeng þraut,“ sagði Holden. 

Hann fór einnig í gegnum svokallaða stefnuskrá Breiviks, þar sem stríði er lýst yfir gegn fjölmenningarsamfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert