Stendur við ummælin

Anders Behring Breivik og Thomas Indrebø
Anders Behring Breivik og Thomas Indrebø Reuters

Norski dómarinn Thomas Indrebø segist standa við ummæli sín um að taka ætti fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik af lífi. Líkt og fram hefur komið var Indrebø gert að víkja úr dómarasæti vegna ummælanna sem hann skrifaði á Facebook í fyrra.

Indrebø segir í viðtali við norska sjónvarpið í dag hann telji að manneskja sem myrði annað fólk og sprengi byggingar eigi að dæma til dauða. Það sé eina rétta fyrir þá sem lifðu af og ættingja þeirra sem fórust sem og samfélagið í heild.

Indrebø skrifaði athugasemdina daginn eftir voðaverk Breiviks. Hann stóð upp í réttarsalnum í vikunni og viðurkenndi að hafa skrifað athugasemdina þann 23. júlí í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...