Börn standi upp í návist fullorðinna

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Börn ættu að standa upp þegar foreldrar þeirra eða kennarar ganga inn í herbergið sem þau eru í að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þetta kom fram í máli hans í ræðu sem hann hélt fyrr í vikunni í Dumfries í Skotlandi þar sem hann fjallaði um þá jákvæðu þróun í breskum skólum að aukinn agi hefði verið innleiddur innan þeirra.

Cameron sagði að umbætur á breska menntakerfinu myndu skila sér í frábærum niðurstöðum eins og því að börn hefðu í heiðri þann gamla sið að standa upp í návist fullorðinna. Hann hrósaði ennfremur skólum þar sem börnum væri leyft að vera kappsöm og læra um bæði árangur og mistök í lífinu.

„Veitum yfirkennurum og starfsliði þeirra frelsi til þess að kenna og reka skólana sína, gefur foreldrum meira vald og upplýsingar um skólana og árangur þeirra og þið munuð sjá frábærar niðurstöður,“ sagði Cameron samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert