Newt Gingrich er hættur

Newt Gingrich tilkynnti í kvöld að hann væri hættur við að sækjast eftir að verða útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins. Tilkynningin kemur ekki á óvart því ljóst er að ekkert getur komið í veg fyrir að Mitt Romney verði forsetaefni flokksins.

Gingrich tilkynnti ákvörðun sína í ræðu í Arlington í Virginíu. Hann var búinn að tryggja sér 137 fulltrúa þegar hann hætti en Romney er kominn með 847 fulltrúa. Aðeins einn er eftir í baráttunni auk Romney en það er Ron Paul.

Gingrich nefndi Romney ekki á nafn í ræðu sinni í dag. Gingrich vann prófkjör í tveimur ríkjum, Suður-Karólínu og Georgíu. Á ýmsu gekk í kosningabaráttu hans, en um tíma þótti hann ógna stöðu Romney. Stuðningsmenn Romney birtu margar neikvæðar auglýsingar gegn Gingrich og skýrir það kannski hvers vegna hann kýs að koma sér hjá því að lýsa yfir stuðningi við keppinaut sinn.

Gingrich tilkynnti ákvörðun sína í ræðu í Arlington í Virginíu.
Gingrich tilkynnti ákvörðun sína í ræðu í Arlington í Virginíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert