Fékk hundaskít í pósti

Trond Henry Blattmann
Trond Henry Blattmann

Trond Henry Blattmann, sem er í forystu fyrir samtök sem styðja fórnarlömb þeirra sem létust í Útey og Osló 22. júlí í fyrra, fékk í dag sent hótunarbréf og hundaskít í pósti.

Blattmann missti 17 ára son sinn í Útey. Hann hefur lagt áherslu á að þjóðin sýndi fórnarlömbum Anders Behring Breivik samstöðu og hann hefur m.a. skipulagt göngur gegn þeirri hugmyndafræði sem lá að baki ódæðisverkum Breivik.

Blattmann hefur látið lögreglu vita af þessum hótunum. Í bréfinu er honum bölvað í sand og ösku.

Frétt VG um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert