55 látnir og 372 særðir

Að minnsta kosti 55 létust í tveimur sjálfsvígsárásum í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, í dag. 372 eru særðir, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Áður hafði ráðuneytið sagt að 40 hefðu látist í árásunum.

Tilræðismennirnir höfðu komið yfir einu tonni af sprengiefni í bifreiðum sínum.

Sýrlensk mannréttindasamtök segja mannfallið enn meira en opinberar tölur herma. Segja þau að 59 hafi látist og meðal þeirra séu almennir borgarar.

Sprengjurnar sprungu á svipuðum slóðum í nágrenni húsa sem hýsa starfsemi leyniþjónustu landsins. Húsin eru rústir einar líkt og flest hús í nágrenninu.

HO
HO
HO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert