Allir um borð fórust

Allir þeir sem voru um borð í rússnesku farþegaflugvélinni sem brotlenti í fjalllendi í Indónesíu í gær fórust.

Björgunarsveitir eru komnar á slysstaðinn og fannst enginn á lífi lí flugvélinni sem var í sýningarferð um Asíu. Vélin en hvarf af ratsjá um 50 mínútur eftir að tekið var á loft frá Jakarta.

Um 45 manns voru um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Sukhoi Superjet 100. Þar af voru 8 rússneskir tæknifræðingar og flugmenn, blaðamenn og fulltrúar indónesískra flugmálayfirvalda.

Að sögn talsmanns almannavarna, Gagah Prakoso, fannst enginn á lífi en ekki hefur verið gefið upp hversu mörg lík hafa fundist. 

Rússnesk yfirvöld hafa hafið rannsókn á flugslysinu meðal annars hvort rétt hafi verið staðið að undirbúningi flugferðarinnar.

AFP
Forseti Indónesíu Susilo Bambang Yudhoyono greindi frá því í morgun …
Forseti Indónesíu Susilo Bambang Yudhoyono greindi frá því í morgun að allir um borð hafi farist í slysinu AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert