Handtekinn fyrir samkynhneigð

Frá mótmælum samkynheigðra Rússa í Sankti Pétursborg fyrir skömmu, en …
Frá mótmælum samkynheigðra Rússa í Sankti Pétursborg fyrir skömmu, en þar var á annan tug manna handtekinn. Reuters

Þekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra var handtekinn í Sankti Pétursborg í Rússlandi í dag fyrir að hafa komið fyrir mótmælaskilti fyrir framan skrifstofur borgarinnar. Hann var handtekinn á grundvelli laga sem banna áróður samkynhneigðra og barnaníðinga.

Skammt er síðan lögin voru sett og þau heimila lögreglu að banna nánast alla viðburði sem samtök samkynhneigðra standa fyrir. Þau hafa vakið mikla reiði víða um heim og eru mannréttindasamtök uggandi um stöðu samkynhneigðra í Rússlandi. Þar var hún refsiverð allt fram til ársins 1993.

Maðurinn heitir Vladimir Ivanov og hefur verið áberandi í réttindahreyfingu samkynhneigðra, GayRussia. 

Nýverið var annar þekktur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa „rekið áróður fyrir samkynhneigð þannig að ungt fólk sá til“.

Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg.
Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg. Reuters
Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg.
Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg. r
Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg.
Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg. Reuters
Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg.
Frá mótmælum samtaka samkynhneigðra í Sankti Pétursborg. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert