Samþykkja að kveikja á kjarnaofni

Frá kjarnorkuverinu í Fukushima.
Frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Reuters

Öll fimmtíu kjarnorkuver Japan hafa verið lokuð undanfarna daga en nú hefur bæjarráð í Oi samþykkt að kveikt verði aftur á kjarnaofni í veri þar í bæ. Óttast Japanir að skortur á rafmagni verði í sumar.

Verið er að endurskoða öryggismál í öllum kjarnorkuverum landsins og hefur þeim undanfarna mánuði verið lokað einu af öðru. Ekki er þó víst að kjarnorkuverið í Oi taki til starfa en bæjarstjórinn á eftir að bera samþykkt bæjarráðsins undir sérfræðinga og fylkisstjórann sem verður að samþykkja opnunina.

Eftir leka úr kjarnorkuveri í Fukushima í fyrra hefur þess verið krafist að öryggismál allra kjarnorkuvera landsins verði endurskoðuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert