Tveir látnir eftir skotárás í Finnlandi

Lögreglumaður tekur upp morðvopnið, 308 kalibera riffil.
Lögreglumaður tekur upp morðvopnið, 308 kalibera riffil. AFP

Tveir eru látnir eftir skotárás ungs finnsks karlmanns í bænum Hyvinkää í Finnlandi um klukkan tvö í nótt. 18 ára gömul stúlka lést samstundis og piltur á sama aldri lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í morgun.

Sjö særðust alvarlega í skothríðinni og er ung lögreglukona í lífshættu. Lögregla hafði fljótlega uppi á manni sem talinn er hafa skotið á fólkið, hann er 18 ára gamall og sýndi enga mótspyrnu við handtöku.

Hyvinkää er skammt frá höfuðborginni Helsinki. Maðurinn kom sér fyrir uppi á þaksvölum veitingastaðar, í hverfi þar sem mikið næturlíf er, og hóf síðan að skjóta á grunlausa vegfarendur.

Frétt mbl.is: Skothríð í Finnlandi

Frá vettvangi glæpsins í bænum Hyvinkää í Finnlandi í nótt.
Frá vettvangi glæpsins í bænum Hyvinkää í Finnlandi í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert