Finnski byssumaðurinn í gæsluvarðhald

Víða er flaggað í hálfa stöng í Finnlandi.
Víða er flaggað í hálfa stöng í Finnlandi. JUSSI NUKARI

18 ára Finni, Eero Hiltunen, sem skaut á hóp fólks í bænum Hyvinkää á laugardaginn með þeim afleiðingum að tveir samnemendur hans létust og sjö aðrir slösuðust, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Einnar mínútu þögn var haldin í bænum í morgun og mátti víða sjá flaggað í hálfa stöng.

Einn af þeim sem særðust er 23 ára lögreglukona. Er hún í lífshættu, að sögn lögreglunnar.

Hyvinkää er um 50 km norður af Helsinki. 

Ekkert bendir til þess að Hiltunen hafi verið búinn að skipuleggja morðin. Að sögn lögreglunnar virðist sem eitthvert æði hafi gripið piltinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert