Jarðskjálfti í suðurhluta Ítalíu

Jarðskjálftinn þann 20. maí sl. á Ítalíu olli miklu tjóni.
Jarðskjálftinn þann 20. maí sl. á Ítalíu olli miklu tjóni. AFP

Skjálfti sem mældist 4,3 á Richter reið yfir Calabria-hérað á Ítalíu í nótt. Óttaslegnir íbúar hlupu út á götur enda stutt síðan sex létust og fjöldi bygginga skemmdist í jarðskjálfta í norðausturhluta landsins.

Að sögn ítalskra fjölmiðla varð ekkert manntjón í skjálftanum í nótt svo vitað sé auk þess sem ekki hefur verið tilkynnt um stórfellt tjón á mannvirkjum. Upptök skjálftans voru á um þriggja kílómetra dýpi. Einn eftirskjálfti hefur mælst og var hann 3,2 á Richter.

Átta dagar eru síðan mannskæður skjálfti, 6 á Richter, reið yfir landið. Í Emilia-Romagna héraði búa 7.000 manns enn í bráðabirgðahúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert