Annar skjálfti á Ítalíu

Bygging í Mirandola hrynur í kjölfar skjálftans í morgun.
Bygging í Mirandola hrynur í kjölfar skjálftans í morgun. Pierre Teyssot

Annar jarðskjálfti reið yfir Norðaustur-Ítalíu í hádeginu og er áætlað að hann sé yfir 5,3 stig. Talið er að tíu manns hafi látist í snörpum jarðskjálfta sem varð í sama landshluta í morgun.

Upptök síðari skjálftans voru á aðeins eins kílómetra dýpi. Fyrir níu dögum síðan varð annar harður skjálfti á svæðinu og týndu þá sex manns lífi.

Mikil örvænting greip um sig er stóri skjálftinn reið yfir í morgun um kl. 7 á íslenskum tíma. Fólk flykktist út á götur og byggingar hrundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert