Þríburar á meðal fórnarlamba bruna í Katar

Bruninn kom upp í verslunarmiðstöðinni Villagio í Doha.
Bruninn kom upp í verslunarmiðstöðinni Villagio í Doha. AFP

Fjögur börn frá Spáni, þríburar frá Nýja-Sjálandi og franskt barn voru á meðal þeirra sem létust í eldsvoða í verslunarmiðstöð í Doha, höfuðborg Katar, í gær. Talið er að alls hafi 19 látist í brunanum, þar af 13 börn.

Verslunarmiðstöðin Villagio er mjög stór og er sótt af fjölda fólks. Auk verslana og veitingastaða er þar að finna kvikmyndahús, hótel, skemmtigarð og barnagæslu en börnin voru á síðastnefnda staðnum þegar þau létust. Meðal annarra sem létust voru þrír kennarar frá Filippseyjum sem störfuðu í barnagæslunni en talið er að eldurinn hafi átt upptök þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert