Tugir eftirskjálfta í nótt á Ítalíu

Eftirlifenda leitað í rústum eftir skjálftann í gær.
Eftirlifenda leitað í rústum eftir skjálftann í gær. Pierre Teyssot

Tugir eftirskjálfta fundust á Norðaustur-Ítalíu í nótt en a.m.k. 16 létust og 350 slösuðust  í jarðskjálfta í gærmorgun sem mældist 5,8 á Richter. Aðeins tíu dagar eru síðan harður skjálfti reið yfir sama svæði og varð sex manns að bana.

Í gær mældust einnig þrír skjálftar í hádeginu á bilinu 5,1 og 5,3 á Richter. Margar byggingar hafa hrunið eða skemmst verulega í skjálftunum. Fjöldi skelfdra Ítala þorði ekki að sofa heima hjá sér í nótt heldur gisti í tjöldum.

Áætlað er að rúmlega 5.000 manns hafi verið látnir yfirgefa heimili sín í gær en mörg þúsund hafa viðhafst í neyðarskýlum síðan eftir fyrri skjálftann, 20. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert