Foreldrarnir ákærðir fyrir morð

Mick og Mairead Philpott á blaðamannafundi fimm dögum eftir eldsvoðann.
Mick og Mairead Philpott á blaðamannafundi fimm dögum eftir eldsvoðann.

Foreldrar barnanna sex sem létust í eldsvoða í Derby í Bretlandi snemma að morgni 11. maí hafa verið ákærðir fyrir morð. Þeir verða leiddir fyrir dómara í dag.

Mick Philpott og Mairead eiginkona hans voru handtekin á þriðjudaginn vegna gruns um að hafa kveikt í heimili sínu og með því valdið dauða barna sinna, sem voru á aldrinum 5-13 ára. Fimm þeirra voru úrskurðuð látin á vettvangi en það sjötta lést á spítala þremur dögum síðar.

Lögreglan hvatti á þriðjudaginn alla sem einhverjar upplýsingar hefðu um málið til að gefa sig fram. Í gærkvöldi greindi hún frá því að fjöldi fólks hefði haft samband. Ákærur á hendur foreldrunum væru ekki til marks um að málið teldist upplýst og því væru allir aðrir, sem byggju yfir upplýsingum um eldsvoðann, hvattir til að gefa sig fram.

„Við erum staðráðin í að komast að því hvað gerðist og viljum að fólk hafi samband við okkur og greini frá því sem það veit um þennan harmleik.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert